Grindvíkingum dæmdur 3-0 sigur gegn BÍ/Bolungarvík
Grindavík gerði jafntefli við BÍ/Bolungarvík 1-1 í Lengjubikarkarla í knattspyrnu um helgina. Engu að síður verður Grindavík dæmdur 3-0 sigur því Djúpmenn notuðu tvo ólöglega leikmenn í leiknum sem þeir voru með til reynslu.
Eins og í undanförnum leikum tefldi Grindavík fram ungu liði sem stóð sig með prýði. Gylfi Örn Öfjörð kom Grindavík yfir en BÍ/Bolungarvík jafnaði metin stundarfjórðungu fyrir leikslok.
Í liðið vantaði marga leikmenn vegna meiðsla. Má þar nefna Alexander Magnússon, Alex Frey Hilmarsson, Jóhann Helgason, Jósef Kr. Jósefsson, Markó Valdimar Stefánsson, Matthías Örn Friðriksson, Pape Faye, Björn Berg Bryde og Guðmund Egil Bergsteinsson.
	Lið Grindavíkur:
	Óskar Pétursson (Benóný Þórhallsson)
	Daníel Leó Grétarsson
	Hákon Ívar Ólafsson
	Hafþór Ægir Vilhjálmsson (Nemanja Latinovic)
	Jordan Edridge
	Scott Mckenna Ramsay
	Óli Baldur Bjarnason
	Bjarni Þórarinn Hallfreðsson (Vilmundur Þór Jónasson)
	Magnús Björgvinsson (Marinó Axel Helgason)
	Gylfi Örn Á Öfjörð
	Guðfinnur Þórir Ómarsson
	
	www.grindavik.is

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				