Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar völtuðu yfir Keflvíkinga
Föstudagur 19. júlí 2013 kl. 11:38

Grindvíkingar völtuðu yfir Keflvíkinga

Grindvíkingar unnu stórsigur á grönnum sínum í Keflavík í 1. deild kvenna í gær. Leikið var á Nettóvellinum í Keflavík og höfðu Grindvíkingar mikla yfirburði eins og lokatölur gefa til kynna. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik en í þeim seinni náðu Keflvíkingar að stöðva markaflóðið. Hér að neðan má sjá markaskorara Grindavíkur í leiknum.

Dernelle L Mascall 7. mínútu
Anna Þórunn Guðmundsdóttir 8. mínútu
Margrét Albertsdóttir 20. mínútu
Dernelle L Mascall 23. mínútu
Margrét Albertsdóttir 25. mínútu
Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 34. mínútu
Margrét Albertsdóttir 42. mínútu 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Anna Þórunn Guðmundsdóttir í baráttu við Keflvíkinga.

Elías Kristjánsson þjálfari Keflvíkinga var ekki sáttur.