Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Föstudagur 17. janúar 2003 kl. 09:36

Grindvíkingar verða fyrir blóðtöku

Körfuknattleikslið Grindvíkinga hefur heldur betur orðið fyrir blóðtöku upp á síðkastið. Pétur Guðmundsson fyrirliði liðsins hefur ákveðið að taka sér frí út tímabilið til að ná sér af meiðslum sem eru að hrjá hann og þá er Bjarni Magnússon hættur vegna anna í vinnu.Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Grindvíkinga segir í samtali við Morgunblaðið að auki verði Guðlaugur Eyjólfsson ekki með í næstu leikjum en hann fór í aðgerð á dögunum. Það er því óhætt að segja að Grindvíkingar hafi orðið fyrir mikilli blóðtöku en fyrir var Dagur Þórisson á sjúkralistanum vegna meiðsla í hné og mun hann ekkert leika með liðinu í vetur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024