Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar úr leik í bikarnum
Þriðjudagur 26. júní 2007 kl. 23:05

Grindvíkingar úr leik í bikarnum

Fjórðu umferð í VISA bikar karla lauk í kvöld þar sem Grindvíkingar máttu sætta sig við 1-0 ósigur gegn Þrótti Reykjavík á Valbjarnarvelli. Eina mark leiksins kom í síðari hálfleik en það gerði Þórður Steinar Hreiðarsson. Þórður átti misheppnað skot í átt að Grindavíkurmarkinu og boltinn rúllaði í átt að markverði Grindvíkinga sem gerði sig kláran til þess að taka boltann í fangið. Annað kom þó á daginn þar sem boltinn hafði viðkomu í grasþúfu áður en markvörðurinn náði til hans, breytti um stefnu og hafnaði í markinu.

 

Bikarmeistarar Keflavíkur eru því eina Suðurnesjaliðið sem eftir er í VISA bikarkeppninni en 16 liða úrslitin fara fram dagana 10. og 11. júlí næstkomandi.

 

VF-mynd/ [email protected] - Jóhann Helgason í baráttunni á Valbjarnarvelli í kvöld.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024