Grindvíkingar unnu Stólana örugglega
Grindvíkingar unnu öruggan 0-3 sigur gegn Tindastóli í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. Juraj Grizelj skoraði tvö mörk í leiknum en Alex Freyr Hilmarsson eitt fyrir Grindavík. Eftir sigurinn sitja Grindvíkingar í fimmta sæti deildarinnar þegar aðeins ein umferð er eftir. Síðasti leikur sumarsins er þann 20. september gegn Selfossi á Grindavíkurvelli.