Grindvíkingar unnu sannfærandi sigur
Grindvíkingar héldu upp á Sjóarann síkáta með sannfærandi sigri gegn Tindastól í 1. deild karla í knattspyrnu. Grindvíkingar unnu 4-1 sigur á heimavelli sínum en mörk heimamanna í leiknum skoruðu Stefán Pálsson, Juraj Grizelj, Jóhann Helgason og Óli Baldur Bjarnason.
Grindavík er á toppi deildarinnar með níu stig en Haukar og BÍ/Bolungarvík eru einnig með sama stigafjölda.