ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Íþróttir

Þriðjudagur 11. júlí 2000 kl. 09:27

Grindvíkingar unnu ÍBV

Grindvíkingar unnu Eyjamenn 1-0 í 9. umferð Landssímadeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld, en leikið var í Grindavík. Grindvíkingar voru mun betri aðilinn í leiknum, léku boltanum vel á milli sín og alltaf virtist samherji vera laus til að taka við boltanum. Mark leiksins kom þó ekki fyrr en á 68. mínútu, þegar Ólafur Örn Bjarnason sendi boltann í net Eyjamanna af lögnu færi, enda þrumuskot hjá Ólafi. Það er óhætt að segja að Grindvíkingar hafi unnið sanngjarnan sigur á Eyjamönnum, sem áttu nokkrar sóknir, en náðu ekki að nýta sín færi. Grindvíkingar hafa nú leikið 9 leiki í Landssímadeildinni og eru í þriðja sæti, með 16 stig, aðeins tveimur stigum á eftir KR, sem situr í 2. sæti, en hefur leikið 10 leiki. Næsti leikur Grindvíkinga verður nk. mánudag, en þá taka þeir á móti Stjörnunni úr Garðabæ.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25