Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar unnu grannaslaginn
Laugardagur 18. febrúar 2017 kl. 11:05

Grindvíkingar unnu grannaslaginn

Grindvíkingar lögðu granna sína í Njarðvík, þegar liðin áttust við í Ljónagryfjunni í Domino's deild karla í körfubolta í gær. Leikurinn var kaflaskiptur í fyrri hálfleik en gestirnir úr Grindavík náðu 11 stiga forystu í fyrsta leikhluta. Njarðvíkingar náðu að rétta úr kútnum og munurinn var tvö stig þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik.

Eftir jafnan þriðja leikhluta reyndust Grindvíkingar sterkari á lokasprettinum og höfðu 79-87 sigur. Grindvíkingar sýndu á köflum rosaleg tilþrif, en Lewis Clinch átti t.d. einhverjar glæsilegustu troðslur ársins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eftir leikinn skilja fjögur stig liðin að. Grindvíkingar komu sér í fjórða sæti á meðan Njarðvíkingar eru í níunda með 16 stig líkt og ÍR og Keflavík.

Tölfræðin

Njarðvík-Grindavík 79-87 (17-28, 29-20, 17-16, 16-23)
Njarðvík: Logi  Gunnarsson 20, Björn Kristjánsson 12, Jeremy Martez Atkinson 12/5 fráköst, Adam Eiður Ásgeirsson 10/5 fráköst, Johann Arni Olafsson 8, Jón Sverrisson 7/5 fráköst, Myron Dempsey 4/8 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 4/6 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 2, Gabríel Sindri Möller 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Jón Arnór Sverrisson 0.

Grindavík: Lewis Clinch Jr. 21/8 fráköst/3 varin skot, Dagur Kár Jónsson 19/6 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 17/10 fráköst/3 varin skot, Þorsteinn Finnbogason 11, Ingvi Þór Guðmundsson 10, Þorleifur Ólafsson 5/9 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 4/11 fráköst/3 varin skot, Jens Valgeir Óskarsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Hamid Dicko 0, Nökkvi Már Nökkvason 0.