Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindvíkingar unnu grannaslaginn
Þó Pálína sé ekki há í loftinu þá er hún ótrúlega sterk í fráköstunum.
Miðvikudagur 30. október 2013 kl. 21:20

Grindvíkingar unnu grannaslaginn

Grindvíkingar unnu granna sína í Njarðvík, 79-64 í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Pálína Gunnlaugsdóttir fór fyrir Grindvíkingum í leiknum en hún skoraði 24 stig og reif niður 15 fráköst, hvorki meira né minna. Lauren Oosdyke skoraði svo 22 stig yfir heimakonur í Grindavík.

Eftir að Grindvíkingar höfðu byrjað mun betur komust Njarðvíkingar vel inn í leikinn í öðrum leikhluta. Í hálfleik voru þær grænklæddu yfir, 29-31. Jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og að lokum fór það svo að grípa þurfti til framlengingar. Þar tóku heimakonur í Grindavík öll völd og völtuðu yfir gestina, 15-0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hjá Njarðvík var það hin unga Guðlaug Björt Júlíusdóttir sem var atkvæðamest en hún skoraði 19 stig. Erna Hákonardóttir var svo með 14 stig og Jasmine Beverly með 13stig, 9 fráköst.

Grindavík-Njarðvík 79-64 (13-8, 16-23, 19-14, 16-19, 15-0)

Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 24/15 fráköst/6 stolnir, Lauren Oosdyke 22/14 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 13/14 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 11/6 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 3/6 stoðsendingar, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3, Eyrún Ösp Ottósdóttir 3, Alda Kristinsdóttir 0, Katrín Ösp Eyberg 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0, Hrund Skúladóttir 0.

Njarðvík: Guðlaug Björt Júlíusdóttir 19/5 fráköst, Erna Hákonardóttir 14, Jasmine Beverly 13/9 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 8/9 fráköst, Sara Dögg Margeirsdóttir 6, Ásdís Vala Freysdóttir 2, Andrea Björt Ólafsdóttir 2/5 fráköst/5 stoðsendingar, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 0, Heiða B. Valdimarsdóttir 0, Elísabet Sigríður Guðnadóttir 0, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0, Emelía Ósk Grétarsdóttir 0.
Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Steinar Orri Sigurðsson