Grindvíkingar unnu grannaslaginn
Grindvíkingar unnu granna sína í Njarðvík, 79-64 í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Pálína Gunnlaugsdóttir fór fyrir Grindvíkingum í leiknum en hún skoraði 24 stig og reif niður 15 fráköst, hvorki meira né minna. Lauren Oosdyke skoraði svo 22 stig yfir heimakonur í Grindavík.
Eftir að Grindvíkingar höfðu byrjað mun betur komust Njarðvíkingar vel inn í leikinn í öðrum leikhluta. Í hálfleik voru þær grænklæddu yfir, 29-31. Jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og að lokum fór það svo að grípa þurfti til framlengingar. Þar tóku heimakonur í Grindavík öll völd og völtuðu yfir gestina, 15-0.
Hjá Njarðvík var það hin unga Guðlaug Björt Júlíusdóttir sem var atkvæðamest en hún skoraði 19 stig. Erna Hákonardóttir var svo með 14 stig og Jasmine Beverly með 13stig, 9 fráköst.
Grindavík-Njarðvík 79-64 (13-8, 16-23, 19-14, 16-19, 15-0)
Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 24/15 fráköst/6 stolnir, Lauren Oosdyke 22/14 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 13/14 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 11/6 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 3/6 stoðsendingar, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3, Eyrún Ösp Ottósdóttir 3, Alda Kristinsdóttir 0, Katrín Ösp Eyberg 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0, Hrund Skúladóttir 0.
Njarðvík: Guðlaug Björt Júlíusdóttir 19/5 fráköst, Erna Hákonardóttir 14, Jasmine Beverly 13/9 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 8/9 fráköst, Sara Dögg Margeirsdóttir 6, Ásdís Vala Freysdóttir 2, Andrea Björt Ólafsdóttir 2/5 fráköst/5 stoðsendingar, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 0, Heiða B. Valdimarsdóttir 0, Elísabet Sigríður Guðnadóttir 0, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0, Emelía Ósk Grétarsdóttir 0.
Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Steinar Orri Sigurðsson