Grindvíkingar unnu góðan sigur á Val
Grindvíkingar unnu góðan sigur á Valskonum þegar liðin áttust við í Bónusdeild kvenna í gær. Grindavík tók forystu í upphafi leiks og gaf hana aldrei eftir þótt Valskonur hafi sótt hart að þeim í fjórða leikhluta, mestur varð munurinn tólf stig (25:13) og lokatölur urðu 67:61.
Grindavík - Valur 67:61 (21:13, 13:16, 18:14, 15:18)
Grindavík komst í 12:4 og hafði átta stiga forskot eftir fyrsta leikhluta (21:13). Valskonur söxuðu lítillega á forskotið í öðrum leikhluta og Grindavík leiddi með fimm stigum í hálfleik (34:29).
Í þriðja leikhluta jókst munurinn á ný (52:43) en Valskonur hófu fjórða leikhluta vel og jöfnuðu leikinn (52:52). Grindvíkingar tóku þá við sér og náðu forystu á ný en þegar um tvær og hálf mínútu voru til leiksloka jöfnuðu gestirnir að nýju (61:61).
Það voru Grindvíkingar sem reyndust sterkari á lokamínútunum og skoruðu sex stig án þess að Valskonur gætu svarað fyrir sig.
Frammistaða Grindvíkinga: Alexis Morris 23/6 fráköst, Katarzyna Anna Trzeciak 18/4 fráköst, Hulda Björk Ólafsdóttir 9/4 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 7/7 fráköst, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 3, Sofie Tryggedsson Preetzmann 3, Sóllilja Bjarnadóttir 2, Isabella Ósk Sigurðardóttir 2/11 fráköst/3 varin skot, Birgit Ósk Snorradóttir 0, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0, Hjörtfrídur Óðinsdóttir 0, Þórey Tea Þorleifsdóttir 0.