Grindvíkingar unnu FC Vilash 1-0
Grindvíkingar mættu FC Vilash frá Azerbaijan í Grindavík á 17. júní og notuðu Grindvíkingar tækifærið og vígðu nýju stúkuna.
Ólafur Örn Bjarnason skoraði sigurmark Grindvíkinga úr vítaspyrnu á 83. mínútu leiksins eftir að Sinisa Kekic var felldur innan vítateigs. Liðin mætast aftur í Azerbaijan á næsta sunnudag. Á miðvikudag mæta Grindvíkingar ÍBV í Grindavík í Símadeild karla. Grindavík er í 6. sæti deildarinnar með 6 stig eða jafnmörg og Breiðablik.
Ólafur Örn Bjarnason skoraði sigurmark Grindvíkinga úr vítaspyrnu á 83. mínútu leiksins eftir að Sinisa Kekic var felldur innan vítateigs. Liðin mætast aftur í Azerbaijan á næsta sunnudag. Á miðvikudag mæta Grindvíkingar ÍBV í Grindavík í Símadeild karla. Grindavík er í 6. sæti deildarinnar með 6 stig eða jafnmörg og Breiðablik.