Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar tryggðu sér oddaleik
Joonas Jarvelainen og Amenhotep Kazembe Abif voru með nítján stig hvor í kvöld. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 25. maí 2021 kl. 21:57

Grindvíkingar tryggðu sér oddaleik

Það var hörkuviðureign milli Grindavíkur og Stjörnunnar í Grindavík í kvöld þegar heimamenn tryggðu sér oddaleik í úrslitakeppni Domino's-deildar karla í körfuknattleik.

Jafnræði var á með liðunum og var allt járn í járn eftir fyrsta leikhluta (22:22). Í hálfleik höfðu Grindvíkingar tveggja stiga forystu (43:41) og juku hana í sjö stig (72:65) í þriðja leikhluta.

Stjörnumenn sóttu hart að Grindavík í lokaleikhlutanum en heimamenn stóðust áhlaup þeirra og héldu fjögurra til sex stiga forystu þar til í blálokin að Stjarnan minnkaði muninn í eitt stig með þriggja stiga körfu þegar nítján sekúndur voru eftir. Grindavík fékk svo vítaköst í lokin sem Kristinn Pálsson skoraði úr og tryggði 95:92 sigur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frammistaða Grindvíkinga: Amenhotep Kazembe Abif 19/5 fráköst, Joonas Jarvelainen 19/11 fráköst, Dagur Kár Jónsson 16/6 fráköst/11 stoðsendingar, Kristinn Pálsson 12/8 fráköst/3 varin skot, Ólafur Ólafsson 12/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 11, Kristófer Breki Gylfason 3, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 3/8 fráköst/7 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 0, Magnús Engill Valgeirsson 0, Bragi Guðmundsson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0.