Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindvíkingar tryggðu sér lokaleik
Basile skoraði sigurkörfu Grindvíkinga.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 26. maí 2024 kl. 21:20

Grindvíkingar tryggðu sér lokaleik

Grindvíkingar tryggðu sér oddaleik í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld eftir magnaðan sigur á Val í miklum spennuleik 80-78. Basile skoraði sigurkörfuna með þristi þegar fimm sekúndur voru til leiksloka.

Leikurinn var hnífjafn allan tímann. Spennan mögnuð síðustu mínúturnar. Valsmenn voru yfir 77-78 þegar leiknum var að ljúka. Grindvíkingar voru í sókn en hinn óútreiknanlegi Kane missti boltann en stal honum aftur og gaf hann út í hornið á Basile sem negldi þristi beint í gegnum körfuhringinn, 80-78. Síðustu 5 sekúndurnar dugðu ekki Valsmönnum til að ná skoti. Niðurstaðan Grindavíkursigur og hreinn úrslitaleikur á Hlíðarenda.

Dedrie Basile var enn og aftur besti leikmaður Grindvíkinga. Hann skoraði 32 stig og sigurkörfuna eins og fyrr greinir. Kane var með 20 stig og Ólafur Ólafsson 15 stig og var næst bestur heimamanna. Óli er svo flottur körfuboltmaður. Hjá Valsmönnum var Badmus með 19 stig og Frank Booker með 16. Kári Jónsson skoraði næst síðustu körfu leiksins sem dugði ekki til sigurs en hann varmeð 11 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það verður því fjör á Hlíðarenda næsta miðvikudag 29. maí.

Davíð Eldur Baldursson frá karfan.is tók viðtöl eftir leikinn.

Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigur gegn Val. Óli Ól, fyrirliði Grindavíkur, eftir sigur gegn Val. Valur Orri Valsson, leikmaður Grindavíkur, eftir sigur gegn Val.