Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar töpuðu í toppslag
Föstudagur 9. desember 2016 kl. 09:48

Grindvíkingar töpuðu í toppslag

Njarðvíkingar steinlágu í Breiðholti

Njarðvíkingar töpuðu illa fyrir ÍR-ingum á útivelli í Dominon’s deild karla í körfubolta í gær. Staðan 92:73 þegar uppi var staðið en Breiðhyltingar leiddu 46:33 í hálfleik. Fráköstin reyndust Njarðvíkingum erfið en þeir náðu aðeins 24 fráköstum í leiknum á meðan heimamenn tóku 48 fráköst. Atkinson komst þokkalega frá leiknum með 21 stig og 12 fráköst og Logi Gunnarsson skoraði 16 stig fyrir Njarðvíkinga. Njarðvík er sem stendur í 7. sæti deildarinnar en þetta var annað tap liðsins í röð.

Tölfræði leiksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar töpuðu 80:87 í toppslag gegn Tindastól á heimavelli sínum í gær.
Heimamenn í Grindavík byrjuðu betur og náðu 10 stiga forystu í fyrsta leikhluta en í leiknum náðu þeir mest 16 stiga forskoti. Stólarnir unnu á og í síðari hálfleik náðu þeir að brúa bilið og síga framúr. Mikill baráttuleikur þar sem gestirnir frá Sauðárkróki reyndust sterkari undir lokin.

Þorsteinn Finnbogason átti flottan leik hjá Grindavík en hann skoraði 18 stig og tók 12 fráköst, hann skoraði úr sex þriggja stiga skotum í leiknum. Lewis Clinch var hins vegar stigahæstur heimamanna með 27 stig. Grindvíkingar eru enn í fjórða sæti deildarinnar eftir ósigurinn í gær.

Tölfræði leiksins