Grindvíkingar töpuðu í Hveragerði
Grindavíkurkonur máttu sætta sig við tap gegn Hamarskonum í Hveragerði í Dominos-deild kvenna í körfubolta í gær. Fyrir leikinn höfðu Grindvíkingar unnið þrjá leiki í röð á meðan Hamarskonur höfðu tapað síðustu þremur leikjum. Hvergerðingar áttu hins vegar góðan dag á meðan lítið gekk upp hjá Grindvíkingum. Leikmenn eins og Pálína og Ingibjörg voru ekki að eiga sinn besta leik og það munar um minna fyrir lið Grindvíkinga. Leikurinn var þó spennandi og réðust úrslit ekki fyrr en undir lok leiks.
Hjá Grindavík var Lauren Oosdyke með 22 stig og 10 fráköst og María Ben Erlingsdóttir var með 13 stig 6 fráköst og 4 stoðsendingar, Helga Hallgrímsdóttir var svo með 11.stig og 12 fráköst.
Hamar-Grindavík 70-65 (10-14, 19-17, 17-17, 24-17)
Grindavík: Lauren Oosdyke 22/10 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 13/4 fráköst/6 stoðsendingar, Helga Rut Hallgrímsdóttir 11/12 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 8/9 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 7/7 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2, Alda Kristinsdóttir 0, Katrín Ösp Eyberg 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0.