Grindvíkingar töpuðu í Hólminum
Grindvíkingar töpuðu með 16 stiga mun gegn toppliði Snæfells í Domino's deild kvenna í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en heimakonur í Snæfell þó ávallt skrefinu á undan og höfðu þær nokkuð öruggan sigur að lokum. Hjá Grindvíkingum var Frazier með flotta tvennu, 16 stig og 13 fráköst eins og Sigrún Sjöfn sem var með 14 og 14.
Snæfell-Grindavík 78-62 (16-15, 22-15, 16-13, 24-19)
Grindavík: Whitney Michelle Frazier 16/13 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 14/14 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 9, Jeanne Lois Figeroa Sicat 6, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 5/5 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 4, Helga Einarsdóttir 4, Hrund Skuladóttir 4, Viktoría Líf Steinþórsdóttir 0, Ólöf Rún Óladóttir 0.