Grindvíkingar töpuðu gegn Þrótturum
Eftir þrjá sigra í röð töpuðu Grindvíkingar gegn Þótturum þegar liðin áttust við í 1. deild karla í knattspyrnu. Grindvíkingar komust yfir með marki frá Juraj Grizelj á 20. mínútu en þannig var staðan í hálfleik, 0-1 fyrir Grindavík. Þróttarar náðu svo að skora tvö mörk í síðari hálfleik, fyrst eftir rúmlega klukkustundar leik og aftur þegar um sex mínútur voru til leiksloka. Lokastaðan 1-2.
Grindvíkignar er sem stendur í 8. sæti með 22 stig en liðin sem eru í fallsæti eru með 17 og 3 stig.