Grindvíkingar töpuðu gegn Skagamönnum
Grindvíkingar töpuðu 0-2 gegn Skagamönnum þegar liðin áttust við á Akranesi í gær. Liðin leika í 1. deild karla en þar er staða Grindvíkinga orðin frekar slæm þar sem liðið er í fallsæti með 13 stig eftir 13 leiki. Grindvíkingar fögnuðu síðast sigri þann 1. júlí gegn Tindastólsmönnum en aðeins hefur liðið sigrað þrjá leiki í sumar.