Grindvíkingar töpuðu gegn Fjölni í kvöld
Leikur Fjölnis og Grindavíkur, í fyrstu deild kvenna í körfuknattleik, endaði 101-85 í kvöld, en lið Fjölnis náði strax forystu í fyrsta leikhluta. Anna Ingunn Svansdóttir átti stórleik með liði Grindavíkur en hún skoraði 25 stig í leiknum. Angela Rodriguez var með 24 stig og 8 fráköst og Embla Kristínardóttir með 12 stig og 10 fráköst.
Grindvíkingar mæta ÍR næstkomandi þriðjudag í Mustad höllinni í Grindavík.