Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar töpuðu fyrir FH í Lengjubikarnum
Mánudagur 7. mars 2011 kl. 12:28

Grindvíkingar töpuðu fyrir FH í Lengjubikarnum

FH lagði Grindavík 2-1 í Reykjaneshöllinni í gær í Lengjubikar karla. Grindvíkingar voru heppnir að lenda ekki undir þegar FH-ingar misnotuðu vítaspyrnu eftir um hálftíma leik. Scott Ramsey svo krækti í vítaspyrnu skömmu síðar og Jamie McCunnie kom Grindavík yfir og staðan í hálfleik 1-0 fyrir gula. Eftir um klukkutíma leik jöfnuðu FH-ingar og ekki var útlitið bjart hjá Grindavík þegar að Paul McShane fékk rautt spjald fyrir kjaftbrúk skömmu síðar. Í kjölfarið gengu Hafnfirðingar á lagið og skoruðu markið sem dugði þeim til sigurs, 2-1 því lokatölur. Frétt Fótbolti.net.

1-0 Jamie McCunnie (Víti)
1-1 Atli Viðar Björnsson
1-2 Gunnar Már Guðmundsson
Rautt spjald: Paul McShane (Grindavík)


EJS

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024