GRINDVÍKINGAR TÖPUÐU DÝRMÆTUM STIGUM
Nenni ekki að afsaka hitt og þettaBrenton Birmingham og félagar hans fóru ekki frægðarför til Stykkishólmsheldur töpuðu 74:57 og hætt við að þeir eigi eftir að naga sig í handabökin undir lok tímabilsins vegna tapsins. „Þetta var lélegasti leikur Grindavíkinga undir minni stjórn“ sagði Einar Einarsson þjálfari Grindvíkinga. „Hittnin varð okkur að falli. Leikmaður sem hefur haft mjög góða nýtingu í vetur er með 6-0 í 3ja 4-0 í tveggja og svona gæti ég talið endalaust. Verst var að öll skotin voru galopinn 3ja eða 2ja. Skotnýtingin í fyrri hálfleik var 17/3 í 3ja og 15/2 í þeim seinni. Ég nenni ekki að vera að afsaka hitt og þetta heldur verðum við bara að líta í eigin barm og gera betur næst.Ég lofa öllum þeim sem mæta í Röstina á fimmtudagskvöldið að Grindavíkurhjartað mun slá hratt og ákveðið.”