Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar tóku toppslaginn
Þriðjudagur 26. júlí 2016 kl. 09:51

Grindvíkingar tóku toppslaginn

Unnu Hauka 3-0 á heimavelli

Grindvíkingar unnu öruggan 3-0 sigur á Haukum í toppslag 1. deild kvenna í fótbolta í gær og styrktu þar með stöðu sína í efsta sæti b-riðils.

Staðan var 1-0 í hálfleik en það var Linda Eshun sem skoraði markið fyrir heimakonur. Í upphafi síðari hálfleiks bætti Lauren Brennan við öðru marki og rétt fyrir leikslok var það Sashana Carolyn Cambell sem innsiglaði sigur með þriðja markinu. Grndvíkingar hafa nú fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024