Grindvíkingar tóku grannaslaginn
Grindvíkingar sigruðu grannaslaginn í Domino's deild kvenna, þegar þær fengu Keflvíkinga í heimsókn í Röstina í gær. Lokatölur urðu 79-70 fyrir þær gulklæddu sem höfðu tapað tveimur leikjum í röð. Leikurinn var jafn og spennandi allt til loka en þá náðu Grindvíkingar að hrista gestina af sér. Rachel Tecca átti stórleik hjá Grindvíkingum en hún skoraði 24 stig og tók 20 fráköst. María Ben og Petrúnella léku einnig vel hjá Grindavík. Carmen Thomas var sem svo oft áður stigahæst hjá Keflvíkingum, en hún skoraði 19 stig og tók 11 fráköst.
Grindavík: Rachel Tecca 24/20 fráköst/7 stoðsendingar/3 varin skot, María Ben Erlingsdóttir 18, Petrúnella Skúladóttir 13/10 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/5 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 7, Jeanne Lois Figeroa Sicat 6, Ingibjörg Jakobsdóttir 4, Hrund Skuladóttir 0, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 0, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 0, Katrín Ösp Rúnarsdóttir 0, Ásdís Vala Freysdóttir 0.
Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 19/11 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 10/6 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 10, Ingunn Embla Kristínardóttir 9, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 7/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 7/8 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 4, Thelma Dís Ágústsdóttir 4, Marín Laufey Davíðsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0.