Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar tóku grannaslaginn
Laugardagur 5. júlí 2014 kl. 13:26

Grindvíkingar tóku grannaslaginn

Grindvíkingar báru sigurorð af grönnum sínum í Keflavík 2-0, þegar liðin áttust við í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gær. Mörk Grindvíkinga komu með tveggja mínútna millibili í upphafi síðari hálfleiks en það voru þær Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir og Helga Guðrún Kristinsdóttir sem skoruðu mörk þeirra gulklæddu.

Grindvíkingar eru eftir leikinn í þriðja sæti A-riðils 1. deildar á meðan Keflvíkingar eru ennþá á botninum án sigurs. Sjá stöðuna í deildinni hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024