Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 30. mars 2003 kl. 19:41

Grindvíkingar þurfa oddaleik

Það þarf oddaleik til að skera úr um það hvaða lið mætir Keflvíkingum í úrslitum Intersport-deildarinnar í körfuknattleik. Tindastóll sigraði Grindavík 87:82 í dag á Króknum í fjórða leik liðanna í 4-liða úrslitum en staðan í hálfleik var 34:38 gestunum í hag. Bæði lið hafa því unnið tvo leiki og mun síðasti leikurinn verða leikinn á heimavelli Grindvíkinga á þriðjudag.Kristinn Friðriksson skoraði mest heimamanna, 26 stig, og Clifton Cook skoraði 16. Darrel Lewis skoraði 30 stig fyrir Grindavík og Páll Axel Vilbergsson og Helgi Jónas Guðfinnsson skoruðu 17 stig hvor.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024