Grindvíkingar taplausir
Grindvíkingaar sigruðu Snæfell, 78:66, í Stykkishólmi í gær og eru því enn taplausir í deildinni eftir þrjár umferðir. Leikurinn var jafn til að byrja með og staðan í hálfleik var 42:42. Í seinni hálfleik settu gestirnir í annan gír og tóku forustuna og eftir það var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Bestir í liði gestanna voru Darrell Lewis með 24 stig og Páll Axel Vilbergsson með 23 stig.Greinilegt er að Grindvíkingar koma sterkir til leiks í vetur og þar er valinn maður í hverju rúmi. Þeir eru með samblöndu af ungum og efnilegum strákum og reynslumeiri mönnum og er sú blanda að virka vel. Þó svo lítið sé liðið af mótinu og fáir leikir búnir er þó án efa hægt að fullyrða það að Grindvíkingar muni verða í toppbaráttunni allt til enda móts.