Grindvíkingar tapa gegn Fylki
Grindvíkingar töpuðu um helgina gegn Fylki 5-4 í deildarbikarnum í Reykjaneshöllinni. Grindvíkingar eru því án stiga eftir þrjá leiki. Óli Stefán Flóventsson skoraði úr vítaspyrnu og kom Grindvíkingum í 1-1. Þá skoruðu Fylkismenn þrjú mörk og komust í 4-1, sem var staðan í hálfleik. Óskar Hauksson kom Grindvíkingum í 4-2. Fylkismenn komust í 5-2 en Eyþór Atli Einarsson skoraði tvö mörk fyrir Grindavík og lokastaðan 5-4 fyrir Fylki.