Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 30. júlí 2001 kl. 10:04

Grindvíkingar tapa fyrir FH í Grindavík

Leikur Grindvíkinga og FH-inga í Grindavík í gær lauk með 1-2 sigri gestanna. Grindvíkingar eru nú í 7. sæti deildarinnar með 15 stig og einn leik til góða.
Fyrsta mark leiksins kom á 19. mínútu en þar var JÓnas Grani Garðarsson úr FH á ferð. Jónas skoraði með skalla eftir sendingu frá Jóhanni Möller. Eftir markið efldust Grindvíkingar töluvert og svöruðu fyrir sig með marki á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Grétari Hjartarsyni tókst að koma boltanum framhjá markverði FH-inga eftir misheppnaða sendingu varnarmanns. Gestirnir gerðu síðan út af við leikinn á 61, mínútu en þá átti Róbert Magnússon skalla framhjá markverði Grindvíkinga. Næsti leikur Grindvíkinga er við Breiðablik í Kópavogi á fimmtudag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024