Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar sýndu Stjörnuleik og Njarðvík vann örugglega
Grindvíkingar léku vel og unnu Stjörnuna. VF-mynd/hilmarbragi.
Sunnudagur 24. mars 2019 kl. 21:25

Grindvíkingar sýndu Stjörnuleik og Njarðvík vann örugglega

Grindvíkingar í stuði gegn Stjörnunni. Njarðvíkingar unnu ÍR og eru 2-0 yfir í einvíginu

Grindvíkingar unnu magnaðan sigur á deildarmeisturum Stjörnunnar í Grindavík með sigurkörfu hjá Ólafi Ólafssyni á síðustu sekúndunni 84-82 í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino’s deildarinnar í körfu. Heimamenn leiddu allan tímann og mest með 20 stigum en Stjarnan átti lokasprettinn en Ólafur gerði vonir þeirra að engu með lokakörfunni.

Grindvíkingar sýndu klærnar í fyrsta leik liðanna og fylgdu því eftir með glæsilegri frammistöðu á heimavelli. Þeir unnu tvo fyrstu fjórðungana, fyrsta 24-18 og annan 24-14 og héldu Stjörnuliðinu í klemmu sem skoraði aðeins 32 stig í hálfleiknum.
Allt stefni í öruggan sigur og Grindvík leiddi með 13 stigum þegar 4 mín. voru eftir en það er langur tími í körfubolta og sannaðist þegar Stjarnan saxaði á forskotið en vantaði þó 9 stig upp á þegar 1:14 mín. var eftir, 82-73. Það tókst á einni mínútu  en Óli Óla gat ekki hugsað sér að klúðra þessum leik og skoraði sigurkörfuna á lokasekúndunum.

Sigtryggur Arnar Björnsson átti frábærarn leik hjá heimamönnum og skoraði 26 stig. Jordy Kuiper var með 24/11 og Ólafur Ólafs með 14 stig og 12 fráköst.

Grindavík-Stjarnan 84-82 (24-18, 24-14, 19-21, 17-29)

Grindavík:
Sigtryggur Arnar Björnsson 26/5 fráköst, Jordy Kuiper 24/11 fráköst, Ólafur Ólafsson 14/12 fráköst/5 stoðsendingar, Lewis Clinch Jr. 11/5 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 5/5 fráköst/7 stoðsendingar, Johann Arni Olafsson 2, Kristófer Breki Gylfason 2, Nökkvi Már Nökkvason 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Jóhann Dagur Bjarnason 0.

Njarðvíkingar unnu öruggan sigur á ÍR á útivelli og leiða nú 2-0 í seríunni í 8-liða úrslitu Domino’s deildarinnar. Sigur gestanna var þægilegur og þeir ætla sér að klára einvígið á miðvikudag í Ljónagryfjunni.
Maciek Stanislav Baginski skoraði 21 stig og tók 4 fráköst. Jeb Ivey var með 17 stig.
Njarðvíkingar tóku foryrstu strax í fyrsta leikhluta og var sigur þeirra aldrei í hættu.
ÍR-Njarðvík 70-85 (10-18, 22-23, 17-24, 21-20)

Njarðvík: Maciek Stanislav Baginski 21/4 fráköst, Jeb Ivey 17, Eric Katenda 15/10 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 12, Mario Matasovic 6/4 fráköst, Jon Arnor Sverrisson 5, Elvar Már Friðriksson 5/6 fráköst/9 stoðsendingar, Logi  Gunnarsson 4, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Garðar Gíslason 0, Veigar Páll Alexandersson 0.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 

Grindavík - Stjarnan // 24. mars 2019