Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar synda til góðs
Þriðjudagur 20. september 2011 kl. 10:52

Grindvíkingar synda til góðs

Helgina 23.-25.september ætla krakkarnir í sunddeild UMFG að sýna samhug sinn í verki og synda frá föstudags eftirmiðdegi framyfir hádegi á sunnudegi. Þau eru með þessu að safna áheitum fyrir Garðar Sigurðsson en hann hefur að undanförnu verið frá vinnu vegna veikinda sinna.

Í litlum bæ slær stórt hjarta, fólk styður hvort annað þegar eitthvað þessu líkt kemur uppá og eru krakkarnir í sunddeildinni ekki að gera þetta í fyrsta sinn því þau syntu fyrir tæpum 4 árum til styrktar fjölskyldu 6 ára drengs sem þá hafði greinst nýverið með æxli í heilastofni. Þá syntu þau samtals um 116 km og stefnan nú að synda 100 km í það minnsta. Má því segja að viss hefð sé að skapast fyrir söfnun til góðgerðarmála hjá Sunddeild Grindavíkur.

Alla helgina verður „gestabraut“ í gangi þar sem áhugasamir geta komið og tekið með okkur sprettinn, hvenær sólarhringsins sem er.
Fjöldi iðkenda sunddeildarinnar eru 64 og eru velflestir sem leggja sitt af mörkum í þessu verkefni auk foreldra elstu barnanna sem hafa skipt með sér vöktum allan sólarhringinn og sjá um að vekja og gera þau klár fyrir sund, sjá til þess að þau nærist auk þess að skrásetja og telja ferðirnar sem syntar eru.

Garðar greindist s.l. vor með góðkynja heilaæxli sem er staðsett við talstöðvar heilans. Hann hefur starfað við sjómennsku í mörg ár, er giftur 3ja barna faðir og spannar rétt 40 árin en hann heldur einmitt upp á fertugsafmælið sitt um þessar mundir. Stofnaður hefur verið reikningur á hans nafni þar sem hægt er að leggja inn frjáls framlög.

Reikningsnúmerið er 0143-15-380555 kt. 220971-3179.
Að sjálfsögðu rennur allur ágóði af áheitasöfnuninni óskiptur til Garðars.


Stjórn UMFG

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024