Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 14. febrúar 2003 kl. 21:11

Grindvíkingar styrkja stöðu sína á toppnum

Grindvíkingar sigruðu Keflavík, 105:92, í Intersportdeildinni í körfuknattleik í kvöld en leikur fór fram í Grindavík. Staðan í hálfleik var 41:39 gestunum í hag en í þeim síðari tók Helgi Jónas Guðfinnsson til sinna ráða og skoraði öll sín 25 stig, körfur í öllum regnbogans litum. Það var í raun lítið sem varnarmenn gátu gert gegn honum enda var hann að skjóta skotum langt utan af velli með mann í andlitinu á sér.Darrell Lewis átti frábæran leik fyrir heimamenn og skoraði 40 stig, Helgi Jónas Guðfinnsson skoraði 25 og Guðlaugur Eyjólfsson 17 stig. Damon Johnson átti stórleik fyrir gestina en hann skoraði 41 stig fyrir Keflavík og Edmund Saunders 18.

Með sigrinum styrktu Grindvíkingar verulega stöðu sína á toppi deildarinnar þar sem KR tapaði í Borganes og eiga þeir því í raun deildarmeistaratitilinn vísan. Grindavík er með 30 stig eftir 18 umferðir, KR er með 26 stig og Keflavík 24.

Mynd: Guðmundur Bragason og Edmund Saunders börðust vel í leiknum. VF-mynd:SævarS
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024