Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar styrkja stöðu sína - Keflvíkingar að missa af lestinni
Laugardagur 20. ágúst 2016 kl. 19:09

Grindvíkingar styrkja stöðu sína - Keflvíkingar að missa af lestinni

Grindvíkingar náðu fjögurra stiga forystu með stórsigri á meðan Keflvíkingar stimpluðu sig nánst út úr toppbaráttunni í 1. deild karla í fótbolta í dag.

Marksæknir Grindvíkingar héldu uppteknum hætti og settu fjögur mörk gegn engu frá HK þegar liðin áttust við í Grindavík í dag. Andri Rúnar Bjarnason skoraði tvö mörk fyrir Grindvíkinga en þeir Alexander Veigar Þórarinsson og Magnús Björgvinsson settu sitt markið hvor. Eftir sigurinn eru Grindvíkingar 11 stigum á undan grönnum sínum í Keflavík sem töpuðu gegn Fram í Laugardalnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Niðurstaðan var 1-0 í Laugardal en Framarar skoruðu sigurmarkið eftir klukkustundar leik eftir fast leikatriði. Keflvíkingar fengu sín færi í síðari hálfleik en tókst ekki að nýta þau. Staðan er nú ansi erfið fyrir Keflvíkinga sem eru í þriðja sæti.