Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 6. maí 2011 kl. 12:25

Grindvíkingar styrkja sóknarleikinn

Grindvíkingar hafa fengið liðstyrk fyrir komandi átök í Pepsi-deild karla í formi framherjans Robbi Winters. Leikmaðurinn er 36 ára gamall framherji og lék á sínum tíma með Ólafi Erni Bjarnasyni þjálfara Grindavíkur hjá Brann í Noregi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Winters sem er skoskur spilaði 135 deildarleiki með Brann og skoraði 42 mörk. Þá hefur Winters einnig spilað með Aberdeen, Dundee United og nú síðast Livingston á knattspyrnuferlinum.