Grindvíkingar styrkja sóknarleikinn
Grindvíkingar hafa fengið liðstyrk fyrir komandi átök í Pepsi-deild karla í formi framherjans Robbi Winters. Leikmaðurinn er 36 ára gamall framherji og lék á sínum tíma með Ólafi Erni Bjarnasyni þjálfara Grindavíkur hjá Brann í Noregi.
Winters sem er skoskur spilaði 135 deildarleiki með Brann og skoraði 42 mörk. Þá hefur Winters einnig spilað með Aberdeen, Dundee United og nú síðast Livingston á knattspyrnuferlinum.