Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar styrkja sig frekar
Föstudagur 6. september 2013 kl. 10:26

Grindvíkingar styrkja sig frekar

Kvennalið Grindavíkur í körfuboltanum samdi við bandaríska leikmanninn Lauren Oosdyke sem spilaði stórt hlutverk hjá University of Northern Colorado í bandaríska háskólaboltanum. Frá þessu er greint á fréttavef Vísis.

Lauren Oosdyke var með 13,3 stig og 5,7 fráköst að meðaltali á lokaári sínu með University of Northern Colorado. Hún hitti úr 29,5 prósent þriggja stiga skota sinna og 72,7 prósent vítanna. Oosdyke er meðal fimm efstu í sögu skólans í stigum (1548), fráköstum (763) og stolnum boltum (183).

Grindvíkingar virðast líklegir til afreka í vetur en liðið hefur styrkt sig töluvert.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024