Grindvíkingar stálu sigrinum í uppbótartíma
Fóru í góða ferð á Víkingsvöllinn og tóku öll stigin með sér heim. Komnir með 4 stig eftir tvo fyrstu leikina
Grindvíkingar mættu Víkingum í gærkvöldi í Pepsí deild karla. Þetta var annar leikur Grindvíkinga í deildinni í sumar. Leikurinn fór rólega af stað og voru Víkingar betri aðilinn í fyrri hálfleik. Fyrsta markið kom á 25 mínútu og var það Geoffrey Castillion sem skoraði það fyrir Víkinga. Fleiri mörk litu ekki dagsins ljós í fyrri hálfleik. Kristijan Jajalo markvörður Grindavíkur stóð sig frábærlega milli stanganna og sá til þess að boltinn fór ekki oftar yfir marklínuna.
Víkingar byrjuðu seinni hálfleik af krafti en náðu ekki að skapa sér afgerandi færi. Það ar svo á 67 mínútu sem Grindvíkingar ná að jafna eftir skyndisókn. Það var Alexander Veigar sem náði að pota boltanum yfir marklínuna. Það var svo í uppbótartíma sem Andri Rúnar Bjarnason skoraði sigurmarkið fyrir Grindvíkinga. Lokaniðurstaðan var því 1:2 fyrir Grindvíkinga. Þeir eru því komnir með 4 stig eftir tvo fyrstu leikina.
Ljósmynd: Fótbolti.net