Grindvíkingar sömdu við danska framherjann Jerry Brown
Grindvíkingar hafa fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Landsbankadeildinni í knattspyrnu en félagið hefur samið við danska framherjann Jerry Brown út leiktíðina. Brown er 23 ára gamall og lék með Vejle áður og skoraði 11 mörk í 24 leikjum með liðinu en Brown lék nokkra leiki með yngri landsliðum Dana. Að sögn Ingvars Guðjónssonar framkvæmdastjóra Grindavíkur gera menn þar á bæ sér vonir um að Brown verði löglegur fyrir leik liðsins gegn Fylki á fimmtudag þegar Grindavík tekur á móti Árbæjarliðinu í elleftu umferð Landsbanka deildarinnar. Þetta kemur fram á mbl.is!