Grindvíkingar sogast í fallbaráttu
Tufa þjálfari Grindvíkinga sagði eftir 5:2 tap gegn toppliði KR í PepsiMax-deildinni í knattspyrnu að hann tæki tapið á sig. „Þegar lið fær á sig 5 mörk í leik þá er það þjálfarinn sem er að klikka,“ sagði hann við fjölmiðla eftir leikinn á Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur í gær.
Suðurnesjaliðið sá aldrei til sólar í þessum leik þó það hafi náð að setja tvö mörk. KR-ingar eru með sjálfstraustið í blússi og unnu öruggan sigur.
Því miður eru Grindvíkingar ekki í góðri stöðu í deildinni, í fjórða neðsta sæti með 17 stig en með leik meira en liðin í 11. og 12. sæti, Víkingur og KA en stigi meira. ÍBV er líklega fallið með 5 stig.