Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Miðvikudagur 31. mars 1999 kl. 17:40

GRINDVÍKINGAR SLÓGU KEFLVÍKINGA ÚT AF LAGINU

-allt útlit fyrir spennandi og skemmtilega DHL-úrslitakeppni Heimavöllurinn Grindvíkinga! Fyrsti leikur Keflvíkinga og Grindvíkinga í úrslitakeppni DHL-deildarinnar var einungis loforð um það sem koma skal. Ótrúleg tilþrif, spennu, viljastyrk og lævísan leik þjálfaranna. Hart var barist en að lokum féllu Keflvíkingar, á eigin heimavelli, fyrir vel útfærðri svæðisvörn Grindvíkinga 85-88. Gaman verður að sjá næstu viðureignir liðanna og næsta víst að upp úr á eftir að sjóða og það oftar en einu sinni áður en yfir líkur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024