Grindvíkingar skoruðu 9 stigum meira en KR í úrslitakeppninni
Grindvíkingar skoruðu 9 stigum meira en KR í úrslitaviðureignunum fimm um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik þetta árið. Grindvíkingar skoruðu 457 stig á móti 448 stigum KR.
Grindvíkingar náðu tvisvar sinnum að skora 100 stig eða meira í leik í úrslitakeppninni. Liðin tvö voru gjörn á að skora sama stigafjölda leik eftir leik. Þannig lauk KR leik með 88 stigum í 1. og 2. leik sínum. Þeir luku leik með 94 stigum í 3. og 4. leiknum. Grindvíkingar luku leik með 83 stigum í 4. og 5. leik. KR lauk fimmta leik sínum með 84 stigum en það gerði Grindavík einnig í fyrstu viðureigninni.
KR-ingar skoruðu 89, 6 stig að meðaltali í leik á meðan Grindvíkingar skoruðu 91,4 stig. Og þrátt fyrir þessa yfirburði Grindavíkur urðu þeir að sætta sig við silfrið á Íslandsmótinu í körfuknattleik veturinn 2008-9.
5. leikur - KR 84:83 Grindavík
4. leikur - Grindavík 83:94 KR
3. leikur - KR 94:107 Grindavík
2. leikur - Grindavík 100:88 KR
1. leikur - KR 88:84 Grindavík