Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar skoða Dani
Miðvikudagur 25. janúar 2012 kl. 10:21

Grindvíkingar skoða Dani

Tveir danskir miðjumenn, fæddir 1987 og 1988, koma til Grindavíkur í dag og verða til skoðunar hjá knattspyrnuliði félagsins næstu daga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Guðjón fór út til Danmerkur í síðustu viku og kíkti á nokkur lið og út úr því kom að við fáum til okkar tvo danska leikmenn á morgun. Ef okkur líst vel á þá munum við semja við þá en þeir eru báðir með lausa samninga,“ sagði Jónas Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur við Morgunblaðið í gær en sem kunnugt er var Guðjón Þórðarson ráðinn þjálfari liðsins.

Grindvíkingar sömdu nýlega við framherjann Tomi Ameobi og áður höfðu Grindvíkingar fengið sóknarmanninn Pape Mamadou Faye frá Leikni sem hefur byrjað vel hjá félaginu. Þeir hafa hins vegar séð á eftir Orra Frey Hjaltalín og Jóhanni Helgasyni og flestum af erlendi leikmönnunum sem léku með liðinu á síðasta tímabili.