Grindvíkingar sjóðheitir í síðari hálfleik
Sigruðu Skallagrím örugglega
Grindvíkingar unnu öruggan sigur á Skallagrími í fyrsta leik sínum í Domino's deild karla í körfubolta í gær. Lokatölur urðu 109-75 fyrir heimamenn í Grindavík. Magnús Þór Gunnarsson var stigahæstur Grindvíkinga með 19 stig, en þeir gulklæddu dreifðu stigaskorinu bróðurlega sín á milli. Jafnt var í hálfleik en Grindvíkingar settu í fimmta gír í þeim seinni. Þeir skoruðu 64 stig í síðari hálfleik gegn 37 frá Skallagrímsmönnum. Öruggur sigur því staðreynd.