Grindvíkingar sjóðheitir
Grindavík er eina ósigraða liðið í Iceland Express deild karla í körfuknattleik eftir leiki helgarinnar. Grindvíkingar sóttu Hauka heim í gær og sigruðu nokkuð örugglega, 100 – 84. Grindvíkingar eru á mikilli siglingu þessa dagana og hafa komið á óvart miðað við þær spár og vangaveltur sem voru fyrir Íslandsmótið.
Grindvíkingar voru greinilega vel stemmndir, hittu vel og voru allan tímann skrefinu á undan andstæðingunum. Þeir höfðu sjö stiga forystu í hálfleik, 46-39.
Stigahæstur í liði Grindavíkur voru Andre Smith og Páll Axel Vilbergsson með 18 stig hvor. Björn Steinar Brynjólfsson var með 15 stig en hann var sjóð heitur fyrir utan þriggja stiga línuna og skoraði fjórar slíkar úr fimm tilraunum. Ómar Örn Sævarsson var grimmur í fráköstunum og hirti 11 slík.
Mynd úr safni/Páll Axel Vilbergsson skoraði 18 stig í leiknum. Það gerði Andre Smith einnig.