Bragi Guðmundsson - Báruklöpp
Bragi Guðmundsson - Báruklöpp

Íþróttir

Grindvíkingar sigruðu Söngvakeppni Framhaldsskólanna
Miðvikudagur 25. apríl 2012 kl. 13:14

Grindvíkingar sigruðu Söngvakeppni Framhaldsskólanna



Kór Tækniskólans bar sigur úr bítum í Söngvakeppni Framhaldsskólanna 2012 sem fram fór um helgina. Þar voru þrír Grindvíkingar sem hófu upp raust sína, þeir Óskar Pétursson, Ingólfur Ágústsson og Sigurður Friðfinnsson. Óskar og Ingólfur eru í vélstjórnarnámi en Sigurður er í stýrimannsnámi.

Óskar sem er markvörður GRindvíkinga í Pepsi-deildinni í knattspyrnu útskrifast nú í vor. Hann sagði í samtali við heimasíðu Grindavíkurbæjar að það hefði verið mjög skemmtilegt að taka þátt í þessu verkefni og í raun og veru verið hálfgert flipp til að byrja með en öllum að óvörum endað með sigri.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Kórinn söng lagið Stolt siglir fleyið mitt eftir Gylfa Ægisson. Þess má geta að samningaviðræður standa yfir við kórinn að syngja á Sjóaranum síkáta í sumar. Helst gæti staðið í vegi fyrir því að skólinn verður þá búinn og nemendur farnir til síns heima víða um land.

Grindavík.is

Mynd frá vinstri: Óskar, Sigurður og tveir aðrir félagar þeirra í kórnum.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25