Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar sigruðu Keflavík á útivelli
Fimmtudagur 22. febrúar 2007 kl. 00:21

Grindvíkingar sigruðu Keflavík á útivelli

Það var greinilegt að sárt bikartap gegn Haukum um helgina sat enn í Keflavíkurstúlkum í kvöld þegar þær töpuðu fyrir Grindavík í Sláturhúsinu 86-93.

Í upphafi leiks var deyfð yfir heimastúlkum beggja megin vallar þar sem Grindavík fékk mikið af auðveldum körfum eftir einbeitingaleysi í varnarleik og þeirra voru langflest fráköst. Með því er ekkert tekið af Grindvíkingum sem gengu á lagið, spiluðu hraðan bolta og nýttu sínar sóknir vel.

Munurinn fór hátt í 20 stig í fyrri hálfleik þar sem gestirnir gerðu út um leikinn en Kefla´vik klóraði í bakkann og minnkaði muninn niður í 7 stig undir lokin.

Nánar um leikinn á morgun...
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024