Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar sigruðu Hamar
Mánudagur 3. mars 2014 kl. 08:34

Grindvíkingar sigruðu Hamar

Grindvíkingar tryggðu veru sína í Domino's deild kvenna í körfubolta með 76-80 sigri gegn Hamarskonum í Hveragerði. Þar sem Njarðvíkingar töpuðu gegn Keflvíkingum var ljóst að Grindvíkingum var endanlega borgið frá falli þó svo að liðið sjái ekki fram á að komast í úrslitakeppnina í ár.

Crystal Smith var atkvæðamest Gríndvíkinga með 32 stig, 11 fráköst og 8 stolna bolta. Pálína Gunnlaugsdóttir var svo með 20 stig og 11 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tölfræðin
Grindavík: Crystal Smith 32/11 fráköst/5 stoðsendingar/8 stolnir, Pálína Gunnlaugsdóttir 22/10 fráköst/5 stolnir, María Ben Erlingsdóttir 14, Ingibjörg Jakobsdóttir 6/6 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 4, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2, Katrín Ösp Eyberg 0, Hrund Skuladóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0, Mary Jean Lerry F. Sicat 0, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0.