Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar sigruðu eftir framlengingu
Fimmtudagur 18. desember 2014 kl. 09:31

Grindvíkingar sigruðu eftir framlengingu

Grindvíkingar halda áfram að sigra, en þær sigruðu Valsstúlkur 71-77 í gærkvöldi í Domino's deild kvenna í körfubolta. Þær hafa fikrað sig upp töfluna og sitja nú í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig. Leikurinn var jafn og spennandi og á endanum þurfti að framlengja. Þar reyndust Suðurnesjakonur sterkari og höfðu sex stiga sigur.

Pálína Gunnlaugsdóttir sýndi loks sitt rétt andlit en hún skoraði 22 stig og reif niður 10 fráköst fyrir Grindavík. Petrúnella Skúladóttir bætti við 15 stigum og þær Rachel Tecca og María Ben settu 13 hvor. Nú er komið jólafrí í boltanum en keppni hefst aftur 7. janúar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Valur-Grindavík 71-77 (19-21, 13-10, 19-14, 12-18, 8-14)

Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 22/10 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 15, Rachel Tecca 13/11 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 13/6 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 7, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 5/4 fráköst, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2/4 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 0, Hrund Skuladóttir 0, Halla Emilía Garðarsdóttir 0, Ásdís Vala Freysdóttir 0, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 0.