Grindvíkingar sigruðu á Langbestmótinu
Grindvíkingar sigruðu Langbest jólahraðmótið í knattspyrnu sem fór fram í Reykjaneshöll sl. helgi. Auk Grindvíkinga tóku þátt í mótinu Njarðvíkingar, Haukar, Þróttur Vogum og Ægir Þorlákshöfn. Mótið gekk vel fyrir sig en það voru Njarðvíkingar sem höfnuðu í öðru sæti.
Lokastaðan
1. Grindavík 10 stig (6-1)
2. Njarðvik 7 stig (10-3)
3. Haukar 5 stig (2-1)
4. Þróttur Vogum 4 stig (4-8)
5. Ægir Þorl. 1 stig (4-8)