Grindvíkingar sigra í grannaslag
Grindavíkurstúlkur unnu góðan heimasigur á Keflavík í Iceland Express deild kvenna í dag, 89-83.
Keflvíkingar byrjuðu betur en leikurinn var afar jafn og skemmtilegur. Heimastúlkur áttu hins vegar góðan leikkafla í síðasta leikhluta og tryggðu sér verðskuldaðan sigur. Þær komust með því upp að hlið Hauka á toppi deildarinnar.
Besti leikmaður vallarins var Jerica Watson hjá Grindavík sem skoraði 39 stig og tók 30 fráköst. Hjá Keflavík var María Ben Erlingsdóttir best með 22 stig og 11 fráköst.
Keflvíkingar byrjuðu betur en leikurinn var afar jafn og skemmtilegur. Heimastúlkur áttu hins vegar góðan leikkafla í síðasta leikhluta og tryggðu sér verðskuldaðan sigur. Þær komust með því upp að hlið Hauka á toppi deildarinnar.
Besti leikmaður vallarins var Jerica Watson hjá Grindavík sem skoraði 39 stig og tók 30 fráköst. Hjá Keflavík var María Ben Erlingsdóttir best með 22 stig og 11 fráköst.