Grindvíkingar senda Stephenson heim
Körfuknattleiksdeild UMFG hefur Bandaríkjamanninn Chris Stephenson undan samningi. Á heimasíðu UMFG segir að hann hafi engan veginn staðið undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar og því var hann látinn taka poka sinn. Leit stendur yfir að nýjum leikmanni og er stefnt að því að hann komi til landsins sem allra fyrst enda fer körfuboltavertíðin að hefjast.