Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingar senda Bandaríkjamann heim
Þriðjudagur 16. september 2014 kl. 14:12

Grindvíkingar senda Bandaríkjamann heim

Hrakfarir Grindvíkigna halda áfram í málum er varða Bandaríkjamenn og körfubolta. Karlalið félagsins hefur nú ákveðið að senda Brendon Roberson heim á leið en kappinn þótti ekki standa undir væntingum. Leit er þegar hafin af arftaka Roberson. Í fyrra skiptu Grindvíkingar fjórum sinnum um kana og því ættu þeir að vera ýmsu vanir í þeim málum. Oftar en ekki hefur liðið þó á endanum nælt sér í frábæra leikmenn líkt og Aaron Broussard og J´Nathan Bullock.
 
Á heimasíðu Grindvíkinga segir að Brendon hafi gengið illa að finna körfuna og þá höfðu menn einnig orð á því að hann væri með allt niðrum sig varnarmegin líka. Það er ekki góð blanda og því fátt annað í stöðunni en að kaupa annan miða í Kanalottóinu og reyna aftur, segir ennfremur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024